Árangursríkt samstarf við sveitarfélög um eldvarnir

Eldvarnabandalagið hefur á undanförnum árum átt farsælt samstarf við allmörg sveitarfélög um að efla eldvarnir bæði í stofnunum sveitarfélaganna og á heimilum starfsfólks. Árangursmat sem gert hefur verið í samvinnu aðila bendir eindregið til þess að eldvarnir hafi eflst bæði […]

Handbók um eldvarnir heimilisins á ensku og pólsku

Eldvarnabandalagið hefur látið þýða handbók um eldvarnir á ensku og pólsku og gefið út hér á vefnum. Í handbókinni er fjallað ítarlega um eldvarnir heimilisins, eldvarnabúnað og helstu eldhættur á heimilinu. Óhætt er að fullyrða að svo ítarlegar upplýsingar um eldvarnir […]

Nær 70 prósent prófuðu reykskynjarana á síðasta ári

Nær 70 prósent aðspurðra prófuðu reykskynjarana sína á síðasta ári samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Eldvarnabandalagið í desember síðastliðnum. Þegar sams konar könnun var gerð í desember 2016 sögðust 66 prósent hafa prófað reykskynjarana en 69 prósent nú. Áberandi […]

Reykskynjari kom í veg fyrir eldsvoða í fjölbýlishúsi

Reykskynjari kom í veg fyrir eldsvoða í fimm hæða fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í nótt, samkvæmt frétt mbl.is. Í frétt mbl.is er haft eftir varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins að tilkynnt hafi verið um eld í stofu íbúðar á sjötta tímanum í […]

Samstarf Eldvarnabandalagsins og sveitarfélaga skilar auknum eldvörnum

Samstarf Eldvarnabandalagsins og sveitarfélaga um auknar eldvarnir á vinnustöðum og heimilum starfsmanna hefur skilað auknum eldvörnum. Þetta kemur fram í sameiginlegri greinargerð og árangursmati sem gert var vegna samstarfs við Dalvíkurbyggð og Vestmannaeyjabæ. Svipaðar niðurstöður hafa orðið af samstarfi við […]

Eldvarnabandalagið og Brunavarnir Árnessýslu í samstarf um auknar eldvarnir

Eldvarnabandalagið og Brunavarnir Árnessýslu hafa gert með sér samkomulag um að auka eldvarnir í stofnunum sveitarfélaganna á starfssvæði Brunavarna Árnessýslu. Samningur um þetta var undirritaður í björgunarmiðstöðinni á Selfossi í vikunni. Samstarfið verður með sama sniði og samstarf sem Eldvarnabandalagið […]

Spjaldtölva olli eldsvoða á Akranesi

Eldurinn sem kom upp í einbýlishúsi við Skagabraut á Akranesi 29. júní kviknaði út frá spjaldtölvu sem lá í sófa og ofhitnaði með þessum afleiðingum. Frá þessu segir á fréttavefnum mbl.is. Heimilið var mannlaust þegar eldurinn varð laus og fjölskyldan missti […]

Fræðsluefni um forvarnir og fyrstu viðbrögð vegna gróðurelda

Gefið hefur verið út fræðsluefni um forvarnir og fyrstu viðbrögð við gróðureldum. Efnið er einkum ætlað skógarbændum og sumarhúsaeigendum. Stýrihópur um forvarnaaðgerðir gegn gróðureldum gefur bæklinginn út. Hópurinn hefur starfað undanfarin ár en að honum standa Mannvirkjastofnun, FSÍ, Verkís, Skógræktarfélag […]