Ógnvekjandi brunahraði í gripahúsum með óvörðu frauðplasti

Brunavarnir á Austurlandi hafa á undanförnum árum komið að eldsvoðum í gripahúsum sem einangruð voru með frauðplasti og er tilgangur þessarar samantektar að vekja athygli allra þeirra sem kunna að hafa slíkt einangrunarefni í byggingum, hvaða nafni sem þær nefnast, […]

Nauðsyn brunaviðvörunarkerfa í landbúnaði

Eftir Pétur Pétursson. Því miður gerist það að gripahús í landbúnaði brenna. Þessu getur fylgt mikið fjárhagslegt tjón en ekki síður tilfinningalegt tjón. Ég held að allir sem þekkja eitthvað til sveitamennsku viti hversu sterkum böndum bændur tengjast búfé sínu. […]

Vel heppnað samstarf við Sveitarfélagið Skagafjörð um auknar eldvarnir

Samstarf Eldvarnabandalagsins og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um innleiðingu og framkvæmd eigin eldvarnaeftirlits heppnaðist vel og skilaði tilætluðum árangri. Þetta kemur fram í sameiginlegri greinargerð og árangursmati vegna verkefnisins sem kynnt var í stjórn Eldvarnabandalagsins í gær. Ljóst er að samstarfið skilaði […]

Eldvarnir á heimilum í dreifbýli

Eftir Garðar H. Guðjónsson Íbúar í þéttbýli eiga því að venjast að ef hringt er í 112 í neyðartilvikum eru viðbragðsaðilar á borð við slökkvilið og lögreglu mættir til aðstoðar eftir fimm til sjö mínútur. Ef eldur kemur upp á […]

Mikilvægi eldvarna í landbúnaði

Eldvarnir í landbúnaði hafa lengi verið í umræðunni og ekki að ástæðulausu. Landbúnaður er stundaður í sveitum landsins og er yfirleitt fjarri þéttbýlisstöðum þar sem sveitarfélög byggja upp starfsemi slökkviliða sinna. Vegalengdir frá næsta slökkviliði geta verið tugir kílómetra og […]

Eldvarnir vegna rafmagns í landbúnaði

Eldvarnir á lögbýlum skipta almennt miklu máli, en þá er ekki einungis verið að tala um eldvarnir í landbúnaðarbyggingum heldur einnig í íbúðarhúsum. Aukin vitundarvakning skiptir máli og getur hún komið í veg fyrir mögulega eldsvoða. Oft hagar svo til […]

Vatnsöflun vegna slökkvistarfs í dreifbýli

Vatnsöflun vegna slökkvistarfs í dreifbýli getur víða verið vandamál fyrir slökkvilið. Flest slökkvilið eru vel tækjum búin með tankbíla, sem eru mjög nauðsynlegir ef eldur verður laus til sveita. Víða eru langar vegalengdir á eldstað og útkallstími óþægilega langur. Mjög […]

Forsætisráðherra fræðir börn í Kópavogsskóla um eldvarnir

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun fræða börn um eldvarnir heimilisins við opnun Eldvarnaátaks Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) í Kópavogsskóla á morgun, fimmtudaginn 21. nóvember kl. 11. Katrín mun jafnframt frumsýna nýja teiknimynd LSS um baráttu Loga og Glóðar við Brennu-Varg. […]

Tíðir eldsvoðar minna á mikilvægi þess að hafa eldvarnir í lagi

Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við mbl.is að eldsvoðar hafi verið óvenjulega margir að undanförnu og ætti það að vera fólki tilefni til að fara yfir eldvarnir. „Þetta er óvenjulega mikið,“ hefur mbl.is eftir Jóni Viðari. […]